Gunnarsstaða-Gréta að tjá sig

Velkomin í Hvergiland

13.2.2008 05:14:37 / garbo

Kveðskapur

Hér er litla vísnahornið mitt, hér munu koma nokkrar vísur sem flestar eru ekki fyrir viðkvæma þar sem skáldskapurinn er flestur frekar klámfenginn, en einhverjar þó sem eru það ekki.

Nýjasta vísan kemur hér. Hún varð til eftir 4wD helgi hjá Öbbu.

Kæra Abba kúnst er þín
karlmenn heim að lokka
til veislu þarftu eðalvín
viagra og smokka

Þessi varð til eftir matarboð studygroup

Morgun þynnku myglu slen
mig farið er að kvíða
sokkin í það synda fen
sárlangar að ríða......

Abba sendi mér fyrriparta, að mig minnir í aðferðafræðitíma á 1. ári, og ég botnaði

Klám og kynlíf líkar mér
kjass er ágætt líka
Þögull skal ég þjóna þér
þurra skóla píka

Komdu hérna karlinn minn
káfaðu aðeins á mér
borubrattur böllur þinn
bærir eitthvað á sér

Vísur sem ég samdi fyrir árshátíðina í háskólanum og voru á dagskránni á árshátíðinni.

Óður til árshátíðar HA

Í háskólanum hátíð er
hávaði og gaman
Hver vill dansa, hver er hér
hverjir enda saman

Í æðum mínum ólgar blóð
örar slær mitt hjarta
Kenjótt er hér karlastóð
kynþokka að skarta

Hér er mikið kvennafans
hvers ert þú að bíða
Bjóddu dömu upp í dans
fáðu þér svo að....... drekka

Þetta var flutt 3. maí í spring break

Ástarþrá Öbbu

Í sálfræðinni sætur er                      Hlynur greyið stundi og hló
Sjarmurinn hann Hlynur                  Hver er núna dóni
Abba litla ljóðaskáld                      Viltu manni veita fró
Lýtur á hann og stynur                    Hér á köldu Fróni

Ó, ef ég væri ennþá ung                 Víst er það ég láta vil
Átján ára kvinna                             Við þig kæri vinur
Myndiru leggja loðinn pung             Engan veginn ég þig skil
Milli læra minna                              Elsku, elsku Hlynur

Hlynur ötull ansar þá                      Heyrðu góða hættu nú
Segist ætla að neita                        Hafðu þig á braut
Ekkert muntu frá mér fá                 Það er ekkert ég og þú
Ást minni er búninn að heita           Mér þolimæðin þraut

Abba verður ekki glöð                 Abba greyið lengi lá
Argar rámum rómi                       Langar bara í Hlyn
Sérðu ekki að ég er gröð             Ég ekki fæ hann, jæja þá
Þú ert ljótur dóni                         Sama hvað ég styn

Á árshátíðinni var einnig verið að kveðast á, við Abba sendum Hauki þessa vísu

Haukur mikill hösler er
hefur margt að vera
Ef ég væri orðin ber
Ég gripi lim hans svera

Hann svarar þessu


Vísa þessi var voða fín
Verð ég héðan að skríða
Eftir að hafa innbyrgt vín
Ég mun ykkur ríða

Hann fékk þetta svar
Ef ætlarðu okkur að ríða
þú verður um stund að bíða
í kuntuna  víða
þú færð að skríða
Við skulum þig binda og hýða

Hér er ein sem varð til eftir djamm á oddvitanum með Douglas Wilson, snilldarhljómsveit

Hálsinn stirður, hugur dofinn
Hvað var ég að djamma
Andfúl mjög og illa sofin
Aldrei aftur slamma

Þessi var svo aftur gerð á Papaballi

Hálsinn góður, hugur glúrinn
hér er ég að djamma
Kjaftur orðinn frekar klúrinn
kjellin er að slamma

Þessa sendi ég verkstjóranum hans Jóns Arnars þegar þeir voru að vinna seint eitt kvöldið

Gamli graður gættu að
gerðu ei vinnu slíka
Að ann hafi ei orku í það
ég þarf að not'ann lika

Þegar ég var að byrja að fara í fjörurnar við Reyðfirðinginn minn þá sendi ég honum stundum vísur, sem honum fannst ekkert sérlega kvenlegt.....

Reyðarfjarðar rasinn minn
nú er tækifæri
að láta litla djásnið þitt
leika mér um læri

Reyðarfjarðar ræksnið mitt
reyndu nú að hlýða
kalt er orðið kotið mitt
komdu nú að....horfa á videó

Hinar eru ekki hæfar til birtingar ;o)

Heimsóknir
Í dag:  15  Alls: 300136